150515: Jæja – þá tek ég smá törn

Ritstjórinn ég,  hef haldið að mér höndum, svona að mestu leiti, undanfarna mánuði, að minnsta kosti þegar kemur að þessari heimasíðu. Það eru margar ástæður fyrir því, en aðallega er þó ástæðan sú að efnistökin verða sífellt minni – mig vantar eitthvað að mauðla úr.

Í dag, læt ég ykkur vita, að ég er að vinna við það að taka afrit af myndum sem eru á síðunni www.fljotavik.123 og setja þær svo inn á þessa síðu undir flipanum Myndir. Þetta er tímafrek vinna og þarf að mestu að vinnast í höndum ef svo má komast að orði.

Ég er búinn að afrita myndaalbúm sem innihélt myndir frá árinu 1969 og fyrr – sem sagt – myndir af húsum og fólki frá því áður en fyrsta útgáfa af Atlastöðum reis – sem var einmitt árið 1969.

Bæði ég – og eins aðrir – hafa skrifað athugasemdir inn á myndirnar á www.fljotavik.123.is, en sumt er illlæsilegt þar,  þar sem textinn fer niður fyrir skjáinn. Nú þegar ég birti þetta, hef ég þó ekki lokið við að skrifa þann texta sem ég get þó séð, og ég vil því endilega kvetja til þess að þið hjálpið mér með þetta og skrifið athugasemdir við myndirnar hér á þessari síðu, með því að velja litlu táknin sem birtast lengst til hægri undir myndunum

EnglishUSA