Þrjár myndir

Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,
Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,

Stafænar myndir eru samansafn af tölum og bókstöfum. Ef slíkar myndir eru skoðaðar á til þess ætluðum stað, má ná fram upplýsingum um hvenær þær voru teknar og  á hvaða myndavél. Nýrri myndavélar eru til og með fáanlegar með staðsetningarkerfi sem segir nákvæmlega hvar í veröldinni ljósmyndarinn stóð þegar hann tók myndina.

Þetta var ekki svona hér áður fyrr – og reyndar eru þessar upplýsingar ekki alltaf finnanlegar í nýjum myndum sem sýndar eru á vefnum, en þessar upplýsingar verða mikilvægar þegar tíminn líður.<1969-2

Á það hefur verið bent, að upplýsingar skortir – sárlega – um myndir sem þessi síða flokkar sem teknar fyrir byggingu fyrsta sumarbústaðarins í Fljótavík. Því skal gerð tilraun til að reyna ná fram svona upplýsingum – og fyrst um sinn einblítt á fyrstu þrjár myndir þessa myndasafns. Ef þið veljið “slides” form sýningarvélarinnar og táknið “ i ” niðrið í vinstra horninu, sjáið þið að myndirnar eru númeraðar 1969-1, 1969-2 og 1969-3. Ef þið veljið fjórða táknið frá vinstri, opnast “comment” gluggi – og þar getið þið skrifað inn allar þær upplýsingar sem þið hafið um myndirnar – og reyndar allar aðrar myndir – en fyrst um sinn einblinum við sem sagt á þessar þrjár. Hver tók þessar myndir og hvaða ár?<1969-3

Ef þið viljið ekki skilja eftir ykkur spor, getið þið líka skrifa mér tölvupóst og ég vinn þá úr því sem ég fæ.  Póstfangnið er:

asgeirsson54@gmail.com

Ásgeir

 

 

EnglishUSA