526.fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar

Ofannefndur fundur var haldinn 25.september 2019. Fjórði liður á dagskrá var “Hornstrandarfriðland framkvæmdaleyfi – Minnisblað Juris – 2019-02-0031.

Samkvæmt fundargerðinni hefur niðurstaða fundarinns verið :

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur við bæjarstjórn að núgildandi samkomulagi um byggingar- og framkvæmdarleyfi sem dagsett er mars 2004, verði sagt upp á grundvelli afstöðu Umhverfisstofnunar til samkomulagsins í bréfi þeirra dags. 09.05.2019.
Jafnframt er lagt til að unnið verði nýtt samkomulag, með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum.

Með í fundargerðinni fylgja tvö skjöl – það síðara hefur komið fram áður, en það fyrra – “Afstaða Umhverfisstofnunar á minnisblaði” – er nýtt – og athyglisvert

Lesið lið fjögur í fundargerðinni – og alveg sérstaklega efra fylgiskjalið

EnglishUSA