Ferðastiklur RUV – um Fljótavík

Sjónvarp Ríkisútvarpsins sýnir Ferðastikluþátt að kvöldi 7.mars 2019, klukkan 20:05 . Í þessum þætti verður fjallað um Fljótavík. Spennandi – og skylduáhorf.

Lýsing sjónvarpsins um dagskrárliðinn er þessi:

Hún er ægileg, ströndin nyrst á Vestfjörðum. Tindum prýdd fjöll sem standa þverhnípt úr sjó, fjörulaus nánast með öllu, nema þar sem víkur og vogar skera björgin. Fljótavík er nyrsta bæjarstæðið á Vestfjörðum en byggðin fór í eyði um miðja síðustu öld. Á veturna er þarna kalt og hart en á sumrin fyllist víkin af lífi og gróður vex villt um allar brekkur. Í þessum lokaþætti fer Lára Ómarsdóttir ásamt föður sínum, Ómari Ragnarssyni, í Fljótavík þar sem hjartað slær í öðrum takti en í borginni.

EnglishUSA