Frá hinu opinbera

Uppfært 26.júní 2019

Þjóðsagan segir að þegar Ísland byggðist hafi það að hluta verið af landflótta fólki sem komist hafði upp á kant við ráðamenn í upprunalandinu, hverjir sem þeir voru, og gat ekki sætt sig við  yfirráð  “hins opinbera” og leitaði því frelsis annars staðar.

“Við gefumst aldrei upp þó móti blási! Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint!”

Reyndin er nú sú – að við þurfum að fara að lögum og reglum. Stundum finnst mönnum þó sem það sé bundið mikið óréttlæti í því að mega ekki  “gera nokkurn skapaðan hlut”  í eigin landareign, án þess að þurfa að leita til “hins opinbera” á einhvern hátt. 

Kostur við það er þó – að “hið opinbera” hefur upplýsingaskyldu og við það myndast slóð sem hægt er að rekja.

Hér er reynt að rekja slóðir t.d. frá Skipulags- og mannvirkjanefnd  Ísafjarðarbæjar  sem hefur tögl og haldir á svo mörgu í Fljótavík.

Þá má vera að Skipulagsstofnun, Umhverfisráðuneyti, Hornstrandanefnd, Skipulagsnefnd Aðalskipulags norðan Djúps…. o.fl. o.fl aðilar spili inn í þennan flokk.

Því miður sýna einhverjar af þessum síðum svo augljóslega hvað átt er við þegar sagt er að “lýðræðið taki langan tíma“.

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA