Bréf Betúels frá 1933

Bréf frá Betúel Betúelssyni 

 

Höfn 9.ágúst 1933

Góði vin.

Jeg þakka brjef og meðfylgjandi kassa um smjör leigur af 2/3 kúgildi í Túngu, meðtekið 7. þessa mánaðar.

Mig minnir að þú værir að legja fölur á, þá komst hjer síðastliðinn vetur að koma hingað um eggjatökutíma til að fara hjer á bjarg.  –  Fyra sígið var hjer fremur gott og gat ekki fengist jafnmikið í fiski þann tíma með því verði sem hefur verið yfirleitt í ár á fiski. – Þá lágu líka fyrir tvöfaldar ferðir híngað með póstbátnum í júní en eggjatekjan var best um mánaðar mótin, sjerstaklega fyrstu viku júnímánaðar.

Tunga í Fljóti. Íbúðarhús og skemma Verharðs. Myndin er upphaflega stærri - sést meira af Tunguhorni og hlaðinu, en hér hefur það verið skorið í burtu.
Tunga í Fljóti. Íbúðarhús og skemma Verharðs. Myndin er upphaflega stærri – sést meira af Tunguhorni og hlaðinu, en hér hefur það verið skorið í burtu.

Eins og jeg sagði þjer í vetur, athugaði jeg þá leisa fór snjó hjer hvað jeg mundi geta bætt úr með efni til Túngu ..??….. og sá jeg þá strax passlega lánga spítu (rauðvið) sem síndi að lá..?.. í 5 full sverar slár í nefnda baðstofu og ímsar aðrar máttar spítur, efnishæfilegar í hér á minnst.

Brjefið frá í sumar er þú spirð  um hefi ég ekki svarað, því það hljóðaði ekki um annað en hvað jeg mundi geta hjálpað um af efni til hjer nefndrar baðstofu, og er því svarað hjer með. – Jeg man ekki til að Atlastaða menn hafi beðið mig um slægusölu í Túngu í náinni liðinni tíð; slæjusalan er ekki nema fyrir líðandi stund, og hlunnindi í móti, en þetta er óumsamið af minni hendi. – Ef þú hefur lofað þeim að slá nokkra hesta heys áður í landareign Túngu þá sjé jeg ekki svo mikið á móti því.

Vertu blessuð með öllum formum – og sæl í guði vorum.

Þinn – Betúel Betúelsson.

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA