Innrásarpramminn á hafsbotni

Nýlega rakst ég á umfjöllun um sjómælingar ársins 2020. Þar kemur fram að á hafsbotni í Fljótavík skannaðist innrásarpramminn sem sökk þar hegar hann var notaður við flutninga á byggingarefni milli Ísafjarðar og Fljótavíkur.

Mér vitanlega hefur frásögn um örlög prammans, ekki verið skrifuð. Ef mér skjátlast ekki eru tengsl á milli þess að pramminn sökk og þess að jeppinn góði komst aldrei til baka inn á Ísafjörð. Stundum er því haldið fram að gömlu, gengnu mennirnir – hefðu haft eitthvað með þetta að gera – þeir hafi séð notagildi í jeppanum í Fljóti.

Hér er tengin á frétt Landhelgisgæslunnar um sjómælingar

Kröflulýsing um þjóðlendumörk “í Fljóti”

Óbyggðanefnd hefur birt kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendumörk á svæði 10B. Fljótavík fellur undir þetta svæði.

Ríkið vill lýsa svæði sitt hvorum megin við víkina sem Þjóðlendur. Annars vegar yst í Hvestu og heins vegar Almenninga vestari í norðaustanverðum Kögri.

Ekki verður hróflað við landareignum eins og þeim er þinglýst.

Kröfulýsingin sjálf er mikið plagg. Þar kemur margt fróðlegt fram, og leyfi ég mér að gera smá Copy/Paste úrdrátt úr þessu og búa til síðu vistaða undir flipanum “Örnefni” – enda koma þarna fram lýsingar sem ekki eru í örnefnalýsingum fyrir víkina.

Sævör nýtist sem björgunaraðstaða

Snemma vorið 2019 og fram á sumar, voru farnar vinnuferðir í þeim tilgangi aið byggja “hafnarmannvirki” í Fljótavík. Framkvæmdirnar gengu að mestu vel, og það er til skemmtileg myndaröð til að sýna framvinduna.

En hver er reynslan fram að þessu?

Það er sérstakt að átta sig á því að nú þegar hafa björgunaraðilar þurft að nýta þess bryggju í tvígang til að koma mannskap í land. Strax um hásumar 2019 þegar erlent par villtist í svarta þoku niður í Hvestudali í stað þess að koma niður í Tungudal í Fljóti. Það eru til magnaðar myndir af briminu og aðstæðunum, og merkilegt að hugsa út í það að þarna var björgunarþyrla Landhelgisgæslunar komin yfir víkina en gat ekki athafnað sig og varð frá að hverfa.

Úrhellisrigningar, þoka, mjög hvasst, brim í öllum flæðamálum – og fólkið þorði hvorki upp aftur eða niður. Þarna sýndi sig gagnsemi “rampans/bryggjunar/ Sævarar… já og skjólveggsins á rampanum.

Á þessu sumri – 2020 – þurfti að ferja leitarfólk í land – til leitar að göngufólki sem talið var að væri týnt í þoku í Þorleifsskarði, og hafði náð að biðja um hjálp. Það fólk komst reyndar niður og í skjól í Kjaransvík – en engu að síður kom Sævör sér vel þarna.

Hér er tengill á myndasíðu um tilurð Sævarar við “Stóru steina” í Fljótavík

100 ára – 19.mars 2020

Þessi síða hefur ekki lagt í vana sinn að óska fólki til hamingju með afmælið. En nú skal gerð undantekning.

Judith Friðrika Júliusdóttir, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Júlíusar Geirmundssonar bænda á Atlastöðum í Fljóti, er 100 ára í dag.

Síðan óskar henni með hamingju með daginn !

Óbyggðarnefnd! – Ferlið hafið ………

Útgefið 22. feb. 2020 Ásgeir

Óbyggðanefnd hefur hafið yfirreið í Ísafjarðarsýslum. Friðland Hornstranda fylgir þar með.

Nefndin hefur tilkynnt fjármála- og efnahagsmálaráðherra að svæði 10B hafi verið tekið til meðferðar. Ráðherra er gefinn frestur til 2.mars 2020 til að láta vita hvað ráðamenn vilja telja sem þjóðlendu.

Kröfur verða síðan kynntar þeim sem teljast eigendur svæðisins Gefinn verður frestur til að lýsa sjónarmiðum og kröfum eigenda.

Þegar allir kröfufrestir eru liðnir rannsakar Óbyggðanefnd málin og felur Þjóðskjalasafni að leita í heimildum. Að öllu þessu loknu, úrskurðar nefndin.

Fyrirsvarsmaður ?

Eins og margoft hefur komið fram á þessari heimasíðu, er mikilvægt að eigendur hafi allt sitt á þurru. Þá er líka mikilvægt að fyrirsvarsmenn jarða í dreifðri eignaraðild hafi verið skráðir hjá sýslumanni. Fyrirsvarsmaður er skráður fyrir jörðina Atlastaði í Fljóti. Málið er einfalt hvað Glúmsstaði og Tungu varðar.

En hvað með Geirmundastaði /Skjaldabreiðu. Er fyrirsvarsmaður skráður hjá sýslumanni. Bent skal á “Lög um landamerki o.fl.

Ég veit, að margir sem tengjast öðrum víkum og eignum í friðlandinu, líta inn á þennan vef….. svo – eruð þið með allt á hreinu?

Þetta er farið í gang.

EnglishUSA