Ný síða – Uppbygging síðunnar

Ég er að skoða það að uppfæra síðuna yfir í nýrra umhverfi (Theme). Það kemur til með að taka sinn tíma og jafnvel gæti farið svo að ég haldi mér bara áfram við þetta sem nú er í notkun

Á meðan ég er að fikta í þessu, gætuð þið rekið ykkur á að eitthvað hafi farið til fj……. – en það verður nú vonandi bara í einhverjar mínútur. Ég þarf sem sagt að sjá það “life” sem ég hef verið að gera.

En – ég var að birta litla síðu undir “Blogg” – þar sem ég reyni að útskýra hvernig síðan virkar. Veljið hlekkinn hér neðst

Gleðilegt ár – 2020.

526.fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar

Ofannefndur fundur var haldinn 25.september 2019. Fjórði liður á dagskrá var “Hornstrandarfriðland framkvæmdaleyfi – Minnisblað Juris – 2019-02-0031.

Samkvæmt fundargerðinni hefur niðurstaða fundarinns verið :

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur við bæjarstjórn að núgildandi samkomulagi um byggingar- og framkvæmdarleyfi sem dagsett er mars 2004, verði sagt upp á grundvelli afstöðu Umhverfisstofnunar til samkomulagsins í bréfi þeirra dags. 09.05.2019.
Jafnframt er lagt til að unnið verði nýtt samkomulag, með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum.

Með í fundargerðinni fylgja tvö skjöl – það síðara hefur komið fram áður, en það fyrra – “Afstaða Umhverfisstofnunar á minnisblaði” – er nýtt – og athyglisvert

Lesið lið fjögur í fundargerðinni – og alveg sérstaklega efra fylgiskjalið

Framhald af eldri sögu . . . . .

Í mars 2019 skrifaði ég um skipulagsmál og mikilvægi þess að fylgja verkferlum. Þessi skrif má sjá hér:

Fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar” Ísafjarðarbæjar. – 516. fundur

Þarna er bent á fundargerð Ísafjarðarbæjar frá síðastliðnum vetri, þar sem niðurstaða fundar er að rífa beri hús að Látrum í Aðalvík. Málið hafði þá þegar kastast á milli aðila um langan tíma, en ákvörðunin á fundi 516. hjá Ísafjarðarbæ, virtist vera endanleg.

En – málið heldur áfram, og því bendi ég þeim, sem áhuga kunna að hafa, á fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar” frá 14.ágúst 2019

7. Látrar í Aðalvík – ósk um niðurrif – 2014090019

Lagt fram bréf Helgar Þorvarðarsonar f.h. Miðvíkur ehf. dags. 26.06.2019Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi.Fylgiskjöl:

Fallegt myndband um Hornstrandir

Ekki er liðin vika frá því að það þurfti að bjarga göngufólki úr Hvestudölum í Fljótavík. Það er áminning um að helst ætti fólk ekki að vera eitt á ferð.

En fólk er samt eitt á ferð, og gengur bara ágætlega, hvort sem það er hrein heppni, eða vegna skipulags og reynslu. Eitt er víst, og sést aftur og aftur, hversu mikilvægt það er að hafa pantað gott veður.

Hér skal vísað í myndband sem sýnir rölt einstaklings. Hann fer meðal annars yfir Kjöl á leið frá Látrum til Fljótavíkur, en fer svo inn fyrir vatnið og tjaldar á Glúmsstöðum. Heldur svo. áfram yfir Þorleifsskarð, og er þá úr sögu Fljótavíkur. Gangan um “okkar” svæði byrjar 6 mínútum inni í myndbandinu og varir í um eina mínútu.

En allt er myndbandið vel gert og fallegt, og þess virði að skoða það.

Græjur

Takið sérstaklega eftir því, að maðurinn er með einn bakpoka, sem ekki virðist sérstaklega stór – það er allt og sumt – en hann er samt með græjur eins og öflugan hleðslubanka, sólarrafhlöðu, stóran þrífót sem hann notar oft til að sýna sjálfan sig á göngu……. og…

…svo er hann með dróna….. í þessum bakpoka. Takið eftir því, þegar hann sýnir okkur myndir úr drónanum (sem hann má ekki vera með samkvæmt nýsamþykktri verndaráætlun um friðlandið), hversu skítsama fuglunum er um þetta flygildi.

Það hefði verið nær að banna yfirflug farþegaþota í farflugshæð – það er örugglega meiri truflun af því………

EnglishUSA