Fljótavík

Svo vindhraða sé haldið til haga . . . .

Mesti vindur sem mældist í vindkviðu við Straumnessvita þann 9.janúar, var 50,1 m/s, kl. 19:10 .

Vindkviða upp á 50, 1 m/s jafngildir 180,4 Km/klst. Vindur á bilinu 178-208 Km/klst er skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur – og þeir sem einu sinni hafa lent í slíku, vilja ekki lenda í því aftur. En – þetta var í kviðu – þeirri mestu – og meðalvindhraði – eða stöðugur vindur – hefur verið mun minni – og við hljótum að vona húsin í Fljóti hafi fengið eitthvert skjól af Hvestu og jafnvel Straumnesfjalli.

Að morgni 10.janúar sýndu mælingar frá Straumnesvita, að vindur þar hafði gengið hægt niður og var kominn í 23 m/s í kviðum – sem telst nú samt vera sterkur vindur! Mestur varð hiti 10,8 °C um miðjan dag (9.jan).

Veðurspáin gekk vel eftir – og þó vindhraði hafi náð 50 m/s á Straumnesstá – hljótum við að vona að hann hafi ekki náð þeim hæðum við bústaðina í Fljóti – en vindur gæti þó hafa farið nálægt 40 m/s þar – eða hvað haldið þið?

Að lokum bendi ég á að fyrir neðan öll blogg /skrif, er umræðuvettvangur (Comments), sem sést aðeins ef farið er inn í blogg/skrif með því að “klikka” á yfirskriftina og opna þannig .

Ásgeir


Posted

in

by

Comments

2 responses to “Svo vindhraða sé haldið til haga . . . .”

  1. Örn Ingólfsson avatar
    Örn Ingólfsson

    Góður punktur hjá þér Ásgeir. Það væri æskilegt að fara norður og skoða, en blessaðir dagarnir eru svo fljótir að líða..
    Kv. Örn.

    1. Ásgeir avatar

      Já – dagarnir eru fljótir að líða – og svo þarf ansi margt að ganga upp ef tilgangur með yfirflugi er ekki bara að skoða húsin – heldur líka að ná góðum og björtum myndum. Það þyrfti helst að vera heiðskýrt, logn – og vélin yfir húsunum á bjartasta tíma dagsins – svona kl. 13:30. Og svo væri að sjálfsögðu aðalatriðið – að senda mér myndir !

EnglishUSA