Bryggjuframkvæmdir: Enn fleiri myndir

Forsíðumynd: Örn Ingólfsson , seint í júní 2019

14 myndum hefur verið bætt í myndasafnið “Bryggjuframkvæmdir”. Þessar myndir koma frá Ásmundi Guðnasyni og Erni Ingólfssyni.

Þar með eru myndirnar orðnar 120. Í þetta sinn vel ég að bæta myndunum beint inn – aftast í safnið.

Á Facebooksíðu sinni skrifar Ásmundur Guðnason, þann 27.júní 2019 : “ Fórum enn eina ferđina um síđustu helgi – sem var síđasta steyputőrnin og ađeins eftir ađ ganga frá steinum og grjóti í fjőrunni og fjarlægja vélar og tæki vonandi í næstu viku. “

Hlekkur í myndasafnið: http://www.fljotavik.is/bryggjuframkvaemdir/Forsíðumynd

Fleiri myndir

Nú hefur 10 myndum verið bætt í myndasafnið sem sýnir framþróun bryggjuframkvæmda í Fljótavík. Flestar eru myndirnar aftarlega í safninu, teknar 15. – 16. júní 2019 af Ása Guðna, og takk fyrir það.

Þarna er sem dæmi mynd sem tekin er utar á Kögri og sýnir að þaðan frá séð er ekki margt sem bendir til þess að þarna sé kominn steyptur veggur.

En skoðið myndasafnið með því að velja hlekkinn.

Veiðiferð í Fljót árið 1957

Þegar myndasýningarnar hrundu á síðunni, var að minnsta kosti ein sem glataðist alveg. Ég varð að biðja um láta senda mér myndirnar aftur – og svo hafa þær beðið þess að kerfið færi að lagast.

Ég hafið í inngangi, sýnt mynd af 11 systkinum, ásamt foreldrum, frá Hvilft í Önundarfirði.  Eddi Finns, rekur ættir sínar þangað…. en svona í framhjáhlaupi, þá rekur ritstjóri föðurætt sína til þarnæsta bæjar – Sólbakka í Önundarfirði.

Mér hefur ekki tekist að finna myndina af fjölskyldunni frá Hvilft – og finnst það mjög miður. 

 

Veljið hlekkinn