Kæjakræðarar í Fljóti árið 1976

Kajak_01
Pörin þrjú að búast til brottfarar frá Fljótavík á Hornströndum, eftir að hafa dvalið þar í nokkrar nætur sumarið 1976

Árið 1976 komu 3 pör á 6 kajökum að landi í Fljótavík. Enginn átti von á þeim. Allt í einu var fólkið komið upp í fjöru án þess að neinn hefði tekið eftir þeim úti á víkinni.

Lagt hafði verið upp frá Bolungarvík,  róið yfir Djúp, og komið víða að landi áður en komið var til Fljóavíkur. “Heimamenn” komust að því að þau hefðu gert áætlun um að ljúka ferðinni í Hornvík, en reyndin varð að þau áðu í Fljóti og sneru við þaðan.

Það er freystandi, meðan annað kemur ekki í ljós, að halda að einhver úr þessum hópi, hafir farið að rifja ferðina upp, þegar hann heyrði lagið Fljótavík með Sigur Rós, og búið til myndasýningu við lagið.

Ritstjóri hefur gert sérstaka myndasíðu í tengslum við þetta – og þar er hlekkur á videoið auk þess sem myndir eru frá heimafólki og nokkrar kroppaðar úr myndbandinu.

Veljið þennan hlekk til að njóta………. 

Flóðasvæði í Fljóti

Nú hafa verið birtar myndir sem sýna “flóðasvæði” í Fljóti. Myndirnar eru frá 22.ágúst 2015, teknar af Ingólfi Eggertssyni, í nágrenni Atlatungu. Þó það sé eins konar áfall að sjá allt þetta vatn þarna, þá mun þetta ekki vera neitt einsdæmi, enda er orðatiltækið “Ósinn stendur uppi” notað til að lýsa því þegar sandrif lokar algjörlega fyrir streymi um óskjaftinn, og þá mun víst allt þetta svæði liggja undir vatni. Það er þó sjaldgæft að sjá þetta “að sumri”. En sjón er sögu ríkari – kíkið á myndirnar …….

Ásgeir

Frásögn með myndum…

Þegar maður röltir um stigu veraldarvefsins,(flott orðað ekki satt), rekst maður stundum á frásagnir sem gætu átt erindi til okkar sem unum landinu í og nálægt Fljótavík. Hér er frásögn frá nokkrum mönnum sem fóru í land í Fljótavík og gengu þaðan til Reykjafjarðar og enduðu í Grunnavík. Skoðið endilega þó ekki væri nema svæðið “okkar”, sem er þarna í upphafi ferðar þeirra – og athugið – að þarna er hægt að skoða myndirnar með því að skruna niður…….

 

Þrjár myndir – framhald . . . . . >

mynd319.júní 2015 birti ég bloggfærslu um mun á stafrænum myndum og myndum teknum á filmu, og benti á að með gömlum myndum vantar oftast upplýsingar um hvenær þær voru teknar. Ég bað um hjálp við að greina þrjár ákveðnar litmyndir. Enginn hafði samband strax, en þegar ég ítrekaði málið með Facebookfærslu, fóru hlutirnir að gerast……. Continue reading “Þrjár myndir – framhald . . . . . >”

EnglishUSA