Fljótavík

Category: Sögur og sagnir

 • Viðbót við blogg frá janúar 2021

  Í janúar 2021 birti ég blogg sem vísaði í frásögn um flugóhapp sem varð við Grjótodda- / eða Tungu (lendingarstað fyrir flugvélar) í Fljótavík. Nú sendi Eddi Finns 5 litljósmyndir sem teknar voru á og yfir staðnum þar sem óhappið átti sér stað. Ein myndanna er reyndar tekin fyrir sunnan, áður en lagt er af…

 • Fransmannagrafir í Fljótavík?

  Til að skrifa skilaboð skal velja hlekkinn sem tengist yfirskriftinni. Í lok febrúar 2022 fékk ég skemmtilega og merkilega upphringingu frá Maríu Óskarsdóttur sem býr á Patreksfirði. Eftir að hún hafði kynnt sig og spurt hvort ég væri nú ekki sá sem “væri með” þessa síðu, sagði hún á sér deili. María hefur í yfir…

 • Frétt frá árinu 1910

  Það er ekki endilega markmið ritstjóra að vera fyrstur með fréttir. Það er frekar markmið að frétt hafi einhver tengsl við byggðina í Fljóti. Hér kemur frétt sem segir frá því að mótorbátur hafi sokkið á Fljótavík, og ekki náðst upp aftur. Það virðist ekki skipta neinu máli hvort báturinn hét eitthvað, eða hversu stór…

 • Ný síða undir “Sögur og óflokkað”

  Ný síða undir “Sögur og óflokkað”

  Eignartengsl núverandi eiganda landnámsjarðarinnar Atlastaðir í Fljóti, eru rakin til ársins 1906, þegar tvenn hjón keyptu og fluttu á jörðina. Nýlega var bent á tengsl við bændur í Fljóti á undan þessum hjónum. Hér skal nú bent á frásögn af Friðriki Geirmundssyni, sem var bróðir Júlíusar. Þessi frásögn er sett í flipa undir “Sögur og…

 • Endurgerð síða um samning …….

  Árið 1937 var gerður leigusamningur milli Betúels Betúelssonar, sem þá átti jörðina Tungu í Fljóti, og Ólafs Friðbjarnarsonar. Þetta skjal hefur verið árum saman á heimasíðunni, en hefur nú verið aðlagað breytingum á WordPress forritinu.

 • Að halda í sögurnar ……..

  Ríkisútvarpið, sjónvarp – sendi þáttinn Ferðastiklur að kvöldi 7.mars 2019. Margt skemmtilegt og fróðlegt kom fram, og fyrir mig var athyglisvert að sjá hversu mikið af myndum tengdust Krossadal, Nautadal og klettabeltinu þar fyrir ofan – því sem við köllum Krossar. Gaman er að sjá hversu mikil viðbrögð þátturinn hefur fengið á hinum ýmsu miðlum,…

EnglishUSA