Gönguleiðarlýsingar

Að öðrum ólöstuðum, hefur þessi heimasíða ekki fengið meira aðsent efni frá neinum en frá Gunnari Þórðarsyni. Gunnar er barnabarn Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. 

Gönguleiðarlýsingar Gunnars eru ítarlegar og skreyttar skemmtilegum og fróðlegum sögum, auk þess sem mikið af örnefnum koma fram í þeim. 

Í  dag skal bent á lýsingu Gunnars á svæðinu frá Bæjarnesi og að Grundarenda, þ.e.a.s því sumarbústaðasvæði þar sem flestir bústaðir Fljóts eru.

Ásgeir 

 

Hreppaflutningar frá Tungu í Fljóti yfir í Grunnavík

Takk fyrir síðast 

Fyrst langar mig að þakka kærlega fyrir síðast – í þeirri meiningu að það voru óvenju mörg innlit á síðuna eftir að myndirnar sem Eddi í Tungu sendi síðunni voru birtar.  Síðunni var líka deilt óvenju oft og mörg “Like”. Allt hjálpar þetta við að deila boðskapnum….. “ Fljótavík hún rokkar” . En snúum okkur þá að texta dagsins……: 

Fellistikan “Fólk” 

Ein þeirra fellistika sem eru á heimasíðunni heitir “Fólk“. Þar er ég smám saman að bæta inn umfjöllun – jú einmitt – um fólk sem hefur búið eða á einhvern hátt tengst Fljóti.   🙂 

Hvað þarf að hafa búið lengi í Fljóti til að teljast vera þaðan?

Ég hef svo sem ekki myndað mér neina fastmótaða skoðun
á því hvað fólk þarf að hafa búið lengi í víkinni til þess að komast með á þennan fellistikulista. En hér ætla ég að benda á skrif um mann sem aðeins bjó í tæpt ár í Tungu.

 

Hreppaflutningar 

 continue

Ljósmynd af hluta af blaðsíðu 12 í MA lokaverkefni Katrínar Guðnýjar Alfreðsdóttur við félagsvísindasvið Háskóla Íslands í júní 2012.

 Ljósmynd af hluta af blaðsíðu 12 í MA lokaverkefni Katrínar Guðnýjar Alfreðsdóttur við félagsvísindasviðáskóla Íslands í júní 2012, (með leyfi höfundar). 

 

Jón Sigurðsson Hansson var fluttur á sleða frá Tungu yfir að Hesteyri, ásamt með fjölskyldu sinni, og þá var hann enn ekki orðinn eins árs. Nokkrar heimildir geta þess að um hafi verið að ræða síðustu hreppaflutninga landsins. Ég sel það svo sem ekki dýrara en ég keypti það, og það má reyndar finna skrif í nútímanum sem tala um að enn á þessum tímum megi finna hreppaflutninga.

Það voru erfiðir tímar 

Gísli Hjartarson skrifaði minningargrein um nefndan Jón Sigurðsson Hansson að honum gengnum. Gísli skráði á sínum tíma margar skemmtisögur í skruddur sem gefnar voru út og gerði góðlátlegt grín að fleirum sem tengdust Fljótavík, þar á meðal Boggu Venna og Líndal sem var giftur Helgu Hansdóttur.

Þá skrifaði hann eina skemmtisögu um manninn sem hér ert til umfjöllunar, Jón Sigurðsson Hansson. Veljið þennan hlekk til að lesa …….. 

 

 

 

Fljótavík á Þorra

Varla  voru  haldin  Þorrablót  í  Fljóti? 

Þorri byrjar í dag, föstudaginn 20. janúar 2017, á Bóndadegi.  Það vekur mann til umhugsunar um hvort haldið hafi verið upp á slíkt fyrirbæri í Fljóti svona síðustu árin áður en byggðin fór í eyði. Er einhver sem veit? 

En – í tilefni Þorra, ætla ég að leyfa mér Continue reading “Fljótavík á Þorra”

Sorglegt, broslegt, grátbroslegt…. ?

Stytt 3.ágúst 2018

Svona getur alltaf komið fyrir  🙂 

Stundum á maður í vandræðum með að mynda sér skoðun.

IMG_2918
Gömul mynd – fann enga betri, en sagan gerist nálægt húshorninu hér til hægri….

Sem dæmi kemur hér lítil frásögn af nokkru sem gerðist í Fljóti að kvöldi þriðjudagsins 9.ágúst 2016. Þann dag, og reyndar Continue reading “Sorglegt, broslegt, grátbroslegt…. ?”

EnglishUSA