Óbyggðarnefnd! – Ferlið hafið ………

Útgefið 22. feb. 2020 Ásgeir

Óbyggðanefnd hefur hafið yfirreið í Ísafjarðarsýslum. Friðland Hornstranda fylgir þar með.

Nefndin hefur tilkynnt fjármála- og efnahagsmálaráðherra að svæði 10B hafi verið tekið til meðferðar. Ráðherra er gefinn frestur til 2.mars 2020 til að láta vita hvað ráðamenn vilja telja sem þjóðlendu.

Kröfur verða síðan kynntar þeim sem teljast eigendur svæðisins Gefinn verður frestur til að lýsa sjónarmiðum og kröfum eigenda.

Þegar allir kröfufrestir eru liðnir rannsakar Óbyggðanefnd málin og felur Þjóðskjalasafni að leita í heimildum. Að öllu þessu loknu, úrskurðar nefndin.

Fyrirsvarsmaður ?

Eins og margoft hefur komið fram á þessari heimasíðu, er mikilvægt að eigendur hafi allt sitt á þurru. Þá er líka mikilvægt að fyrirsvarsmenn jarða í dreifðri eignaraðild hafi verið skráðir hjá sýslumanni. Fyrirsvarsmaður er skráður fyrir jörðina Atlastaði í Fljóti. Málið er einfalt hvað Glúmsstaði og Tungu varðar.

En hvað með Geirmundastaði /Skjaldabreiðu. Er fyrirsvarsmaður skráður hjá sýslumanni. Bent skal á “Lög um landamerki o.fl.

Ég veit, að margir sem tengjast öðrum víkum og eignum í friðlandinu, líta inn á þennan vef….. svo – eruð þið með allt á hreinu?

Þetta er farið í gang.

Framhald af eldri sögu . . . . .

Í mars 2019 skrifaði ég um skipulagsmál og mikilvægi þess að fylgja verkferlum. Þessi skrif má sjá hér:

Fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar” Ísafjarðarbæjar. – 516. fundur

Þarna er bent á fundargerð Ísafjarðarbæjar frá síðastliðnum vetri, þar sem niðurstaða fundar er að rífa beri hús að Látrum í Aðalvík. Málið hafði þá þegar kastast á milli aðila um langan tíma, en ákvörðunin á fundi 516. hjá Ísafjarðarbæ, virtist vera endanleg.

En – málið heldur áfram, og því bendi ég þeim, sem áhuga kunna að hafa, á fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar” frá 14.ágúst 2019

7. Látrar í Aðalvík – ósk um niðurrif – 2014090019

Lagt fram bréf Helgar Þorvarðarsonar f.h. Miðvíkur ehf. dags. 26.06.2019Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi.Fylgiskjöl:

Fallegt myndband um Hornstrandir

Ekki er liðin vika frá því að það þurfti að bjarga göngufólki úr Hvestudölum í Fljótavík. Það er áminning um að helst ætti fólk ekki að vera eitt á ferð.

En fólk er samt eitt á ferð, og gengur bara ágætlega, hvort sem það er hrein heppni, eða vegna skipulags og reynslu. Eitt er víst, og sést aftur og aftur, hversu mikilvægt það er að hafa pantað gott veður.

Hér skal vísað í myndband sem sýnir rölt einstaklings. Hann fer meðal annars yfir Kjöl á leið frá Látrum til Fljótavíkur, en fer svo inn fyrir vatnið og tjaldar á Glúmsstöðum. Heldur svo. áfram yfir Þorleifsskarð, og er þá úr sögu Fljótavíkur. Gangan um “okkar” svæði byrjar 6 mínútum inni í myndbandinu og varir í um eina mínútu.

En allt er myndbandið vel gert og fallegt, og þess virði að skoða það.

Græjur

Takið sérstaklega eftir því, að maðurinn er með einn bakpoka, sem ekki virðist sérstaklega stór – það er allt og sumt – en hann er samt með græjur eins og öflugan hleðslubanka, sólarrafhlöðu, stóran þrífót sem hann notar oft til að sýna sjálfan sig á göngu……. og…

…svo er hann með dróna….. í þessum bakpoka. Takið eftir því, þegar hann sýnir okkur myndir úr drónanum (sem hann má ekki vera með samkvæmt nýsamþykktri verndaráætlun um friðlandið), hversu skítsama fuglunum er um þetta flygildi.

Það hefði verið nær að banna yfirflug farþegaþota í farflugshæð – það er örugglega meiri truflun af því………

Fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar” Ísafjarðarbæjar. – 516. fundur

Gríðarleg vinna hefur verið lögð í skipulög, sem ákveðið hefur verið að eigi að gilda frá upphafstíma að lokatíma. Fyrir lokatíma fer í gang vinna við nýtt skipulag – og það er þar sem ekki má kasta til hendinni – það er þar sem hagsmunaaðilar þurfa að einhenda sér í að standa með sínum hagsmunum.

framhald

Of lítið – hæfilegt – of mikið

Ég dunda mér við að skoða eitt og annað á netinu. Áhugasviðið tengist óneitanlega mörgu – dreifist – en eitt er friðland Hornstranda, sérstaklega Fljótavík.

Ég hef rambað á eitt og annað sem mér finnst merkilegt – en það er ábyggilega annað eins sem ég hef ekki fundið enn.

framhald hér
EnglishUSA