Um síðuna …..

“Korteri fyrir nýliðin áramót” voru gerðar breytingar á ritvinnsluhluta forritsins WordPress sem er notað til að skrifa allt sem kemur á þessa heimasíðu. Þetta er nú ekki sérstaklega vinsælt hjá svona gömlum fauski eins og mér – en ég er að reyna að láta mig hafa það. Þið verðið bara – eins og ég – að láta þetta yfir ykkur ganga.

Til að gera þetta enn flóknara, er líklegt, að með ofantalinni breytingu, fylgi aðrar, sem að lokum kunna að leiða til þess að allt útlit síðunnar muni taka breytingum. Við verðum bara að vona það besta.

Staðan – er grátbrosleg

Nú ætla ég að skrifa smá skilaboð.  Í raun er ég að prófa hvort ég geti það. 

Eins og þið vitið, þá skrifaði ég skilaboð á Facebooksíðunni um að síðan væri niðri – biluð – og að verið væri að vinna í þessu. Nú kemur í ljós, að þetta var bara hálfsannleikur. Öll veöldin nema akkúrat þær tölvur sem voru tengdar við við eitt ákveðið hús – mitt – gátu séð síðuna. Bara ekki við hér heima.

Þetta hljómar ótrúlega, en er eiginlega alveg dagsatt – með 10 fingur upp til Guðs – og alles….

En – ef þetta endar sem blogg, og það er svo sem ekki víst enn, þá er ákveðinn tæknimaður hjá Snerpu á Ísafirði búinn að koma mér í rétta átt, og málið er þannig að leysast. Takk Snerpa.

En,  nú læt ég reyna á þetta….. tekst þetta….. ?   🙁  😯 

Landakort á samfélagsmiðlum

 

Algengasta vaðleiðin milli Tungulands og Langaness

Því hærra yfir víkinni – því færri upplýsingar, og svo öfugt.

Samfélagsmiðlar 

Ritsjóri hefur áður rætt það hvort síða eins og þessi, eigi rétt á sér, nú þegar allir þessir samfélagsmiðlar eru orðnir svona margir og mikið notaðir.  Þó það sé auðvelt að ná til fjöldans með þeim, geyma þeir ekki flokkaðar upplýsingar, með auðveldu aðgengi síðar meir. Sumir gera meira að segja út á að skilaboð sem sett eru inn, hverfi eftir skamman tíma  – eða strax eftir lestur.

Hér er skrifað “Báruhús” – en á væntanlega að vera Bárubær”

Hvað varð um Bæjarána ?

Teiknuð gönguslóð, miðast greinilega við styðstu leið. að tjaldstæðinu

 

Flestir samfélagsmiðlar bjóða möguleika á að skoða landakort, á einhverju formi. Facebook getur til að mynda, sýnt hvar fyrirtæki eða einstaklingar eru til húsa – og þá er auðvelt að skoða næsta nágrenni.

Það kemur svolítið á óvart – e.t.v. vegna þess að maður hefur ekki pælt svo mikið í því – að komast að því að það getur verið mikill munur á því hvernig kortin eru.

Ritstjóri var að fá ábendingu um að ef kort yfir Fljótavík er skoðað á  Snapchat, sést svo sem ekki margt, við fyrstu sýn, en ef “farið er nær” birtast punktalínur sem sýna gönguslóða og meira að segja sést algengasta vaðslóð milli Tungulands og Langaness. Sumarhúsin Atlastaðamegin eru merkt með nafni.

Forvitnilegt væri að komast að því, hvernig þessar merkingar hafa komið til. Er einhver “okkar” sem getur upplýst um það ? 

Ásgeir 

Hornstrandir.is

Þessi heimasíða – www.fljotavik.is – var stofnuð fyrir margt löngu. Í fyrstu var hún gerð af mikilli vankunnáttu af minni hálfu, og það má segja að allt hafi, svona útlitslega,  farið niður á við í langan tíma eftir að ég hóf að setja eitthvað inn á síðuna. Hún leit vel út í fyrstu, eins og Ingólfur Gauti Arnarsson setti hana upp.

Margar aðrar heimasíður, hafa farið í gegn um lík niðursveifluferli, eða hreinlega verið óbreyttar árum saman, og þar af leiðandi líta út fyrir að vera – einmitt – “gamlar”.

Þessi síða fór loks yfir í nýtt og þægilegra vefumhverfi, fyrir 3-4 árum, og trúið mér þegar ég segi að það er mikill munur á, hversu auðveldara það er að nú uppfæra síðuna eða gera breytingar.

Svo eru það efnistökin? Ja – það er eitthvað annað. Þeir sem Continue reading “Hornstrandir.is”

Ættli? Ætli ? ….. Atli !

Jamm. 

Á morgun, segir sá lati. Einu sinni á ári, greiði ég smávægilega upphæð fyrir að halda úti myndasíðu til hliðar við myndirnar sem eru á þessari síðu. Þessi síða hefur verið þarna frá árinu 2003, eða þar um bil. 

Tunga í Fljóti. Íbúðarhús og skemma Verharðs. Myndin er upphaflega stærri – sést meira af Tunguhorni og hlaðinu, en hér hefur það verið skorið í burtu.

Þegar undanfari þessarar heimasíðu sem þú ert nú að kíkja á, fór í loftið, var ekki hægt að sýna myndasöfn þar. Bara eina og eina mynd.

Þess vegna var Continue reading “Ættli? Ætli ? ….. Atli !”

EnglishUSA