Um frestunaráráttu ………..

Það eru til alls konar orðatiltæki eða orðaleikir í kring um það hugtak að fresta einhverju. Sem dæmi er stundum sagt, að maður “eigi aldrei að gera í dag, það sem maður getur látið einhvern annan gera fyrir sig á morgun” .

En – þannig er…… að síðunni hefur borist tölvupóstur frá Minnjastofnun, vegna fyrirspurnar um tilvist og verustað skálatóftar Vébjarnar Sygnakappa.

Ég var nýbúinn að óska öllum gleðilegs árs, með því að nýta mér eldri ritvinnslumöguleika, og svo kom þessi tölvupóstur Minnjastofnunar. Ég fór að reyna að skrifa um hann með nýju ritvinnslukerfi – og það gekk ekki allt of vel – en það tókst þó að ljúka síðunni.

Panorama mynd (áá) – frá Kögri lengst til vinstri og inn fyrir Fljótsskarð – að Tunguhorni lengst til hægri

En – ég var sem sagt nýbúinn að óska öllum gleðilegs nýss ár árs – og því ákvað ég að bíða með að birta fyrstu síðuna í nýju kerfi – og hellti í staðinn úr pirringsskálum mínum – og notaði teiknaða mynd af ákveðinni önd, sem á ensku ber sama fornafn og forseti Bandaríkjanna.

Ég ákvað sem sagt að fresta því að birta þetta……. en nú get ég bara ekki frestað þessu lengur – svo veljið þennan hlekk: http://www.fljotavik.is/?page_id=9732

EnglishUSA