Þrjár myndir – framhald . . . . . >

mynd319.júní 2015 birti ég bloggfærslu um mun á stafrænum myndum og myndum teknum á filmu, og benti á að með gömlum myndum vantar oftast upplýsingar um hvenær þær voru teknar. Ég bað um hjálp við að greina þrjár ákveðnar litmyndir. Enginn hafði samband strax, en þegar ég ítrekaði málið með Facebookfærslu, fóru hlutirnir að gerast…….

Myndirnar munu teknar af Sigurjóni Einarssyni, sem um árabil var flugstjóri og prófdómari hjá Flugmálastjórn. Edward Finnsson gaf einhverjum kópíur, og hefur þessi heimasíða sennilega fengið þær frá Jósef Vernharðssyni.  Myndirnar hafa verið á gömlu myndasíðunni (www.fljotavik.123.is) frá árinu 2006.

Jósef segir myndirnar hafa verið fimm – tvær sýni flugvélina sem komið var á, í fjörunni. Hann segir myndirnar vera með áletruninni sept. 1969 – sem þá vísar til þess hvenær þær voru kópíeraðar á pappír. Miðað við það að enginn snjór sjáist á myndunum er líklegt að þær hafi verið teknar seint um sumar….. svo eigum við að slá því föstu að þær hafi verið teknar haustið 1969. Það er nú e.t.v. ekki víst því þá hefði maður haldið að með hefði fylgt mynd af sumarbústaðnum Atlastöðum sem einmitt var reistur sumarið 1969. Er þá hugsanlegt að myndirnar séu enn eldri – jafnvel nær 1965 ?

Ef einhver situr á öðrum upplýsingum um þessar myndir – þá látið endilega vita. Eins væri spennandi ef hægt væri að skanna myndirnar með betri græjum – því jafnvel myndavélar snjallsíma nútímans eru með meiri upplausn en skannar voru með fyrir 10 árum. Meiri upplausn myndi gera að myndirnar yrðu bæði skírari og stærri.

Ásgeir

 

2 Replies to “Þrjár myndir – framhald . . . . . >”

  1. Hvar getur maður séð flugvélamyndirnar frá Sigurjóni Einarssyni sem þú vitnar í?
    Það eru varla myndirnar af TF-KAN (tvíþekju) sem hlekktist á í flugtaki, því þær voru teknar af fljótvíkingi (Guðna eða Jobba?).

  2. Jobbi sagði bara sem svo að hann væri með tvær myndir til viðbótar í albúmi hjá sér – sem sagt – þessar 3 sem eru birtar á síðunni – og svo 2 af flugvélinni, niðri við sjó. Ég veit í raun ekki meir – en tel líklegt að ef ég hef fengið þessar 3 birtu myndirfrá honum, hafi hann metið það þannig að þær 2 sem eftir eru, hefðu lítið gildi fyrir Fljótavík?

Comments are closed.

EnglishUSA