Atlastaðir – afsalsbréf frá 1906

Eftirrit

Undirritaður verzlunarstjóri, Sigurður Pálsson á Hesteyri, sel hjermeð og afsala frá mjer og mínum erfingjum, eignarjörð mína Atlastaði í Sljettuhreppi innan Ísafjarðarsýslu, bændunum Jósep Hermannssyni og Júlíusi Geirmundarsyni báðum nú á Atlastöðum fyrir umsamið kaupverð sem er 550  –  fimmhundruð og fimmtíu krónur með einu ásauðar kúgyldi jarðarhúsum og öðru því er jörð þessari að rjettu nú fylgir til lands og sjáfar.

Og með því að ofannefnt kaupverð er mjer greitt þegar í dag, segi eg þá rjetta eigendur nefndrar jarðar frá þessum degi, ber þeim að gjalda öll opinber gjöld af henni frá fardögum 1906.

Kaupendur halda kaupi sínu til laga en jeg svara til lagariftinga.

Til staðfestu mitt eiginhandar undirskrifað nafn, ásamt nöfnum tilkvaddra votta.

 Hesteyri 2.júlí 1906

S.Pálsson

 Vitundarvottar:

Guðmundur Pálmason , Hýram Jónsson

Það sem er hér að ofan er eftirrit sem virðst hafa verið gert árið 1936. Það er ekki undirskrifað af  útgefanda né vitunarvottum með eigin hendi. Eintakið er stimplað með þremur stimplum og áritað vegna þinglýsingar. Þannig sést að það er greitt fyrir þinglýsingu á manntalsþingi í Sléttuhreppi og er það dagsett 12.mars 1936. Einnig virðist Torfi Hjartarson árita þetta á Hesteyri 21. júlí 1936.

Tekið úr Ábúðarlögum: Fardagar eru í lögum þessum fjórir og hefjast þegar sex vikur eru af sumri. Fimmtudagur í sjöundu viku sumars er fyrstur þeirra en sunnudagur seinastur.

áá 050306.

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA