2016-02: ÁG Yfirflug á TF-DVD

27.febrúar 2016 var flogið á TF-DVD yfir Fljótavík, til að kanna ástand fasteigna. Á leið til baka var flogið yfir hús í Aðalvík – fyrst á Látrum og svo á Sæbóli, og fá þær myndir að fljóta með hér. Allar myndir eru teknar af Ásmundi Guðnasyni (Lækjabrekka). Hann hlýtur að teljast kafteinn í fluginu en við hlið hanns var Edward Finnsson (Tunga) sem þarna hefur þá verið í óvanalegu hlutverki aðstoðarflugmanns, sem væntanlega skýrir hvernig Ási gat náð öllum þessum myndum. Þriðji maðurinn í ferðinni var Eiríkur Karlsson.

Allt myndasafnið hleðst inn hér að neðan. Það tekur einhverjar mínútur í fyrsta sinn, en ef farið er aftur í safnið seinna, dettur það allt inn á örfáum sekúndum. Þið getið skannað yfir myndirnar hér að neðan en ef þið klikkið á mynd þá stækkar hún og – og þú ræsir þá “slides-form”.

Athugið að hægt er að gera athugasemdir við myndirnar, og eins er hægt að stilla slides formið þannig að athugasemdir sjáist hægra megin við myndirnar – en þá minnkar myndin. Ef engar athugasemdir sjást – ætti myndin að fylla út í allan skjáinn.

 

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA