Tímalína

Minnisverð atvik í tímaröð 

Uppfært 26. maí 2022

Minnisverð atriði í tímaröð með tengingum í upplýsingar sem kunna að liggja annars staðar. Síðan er “óendanleg” . Til að komast í ártal má velja Ctrl-F  (í borðtölvu)  og slá ári í leitargluggann. Tillögur um uppfærslur og leiðréttingar sendist á : asgeirsson54@gmail.com   

2021 Um Hvítasunnu (21. – 24. maí) var farið í vinnuferð. M.a. var unnið við breiðu en stuttu brúna yfir Drápslækinn. Brúin hafði sigið á undanförnum árum.

2020 26. apríl var flogið á TF-VIK yfir Fljót. Í ljós kom að mikill snjór er enn á jafnsléttu, og ótrúlega milill sandur þannig að snjór var sums staðar svartur. Skyggni yfir palli á Lækjabrekku hefur skemmst.

2019 Um vor voru margar vinnu- og flutningsferðir – til að byggja lendingaraðstöðu fyrir smábáta, eins og Zodiac, í fjörunni utan við björgunarskýlið. Heitið “SÆVÖR – við Stóru steina”, er að festast við framkvæmdina.

15. febrúar 2019 gaf Umhverfisstofnun út “Stjórnunar- og verndaráætlun 2019-2028”  fyrir friðlandið á Hornströndum 

9. jan 2019 mældist vindhraði 50,1 m/sek ( 180 Km/klst) í kviðu við Straumnessvita. Vindurinn telst þriðja stigs fellibylshraði. 

10. jan 2019 gaf Umhverfisstofnun út framkvæmdaleyfi vegna umsóknnar “Atlastaða, sumarhúsafélags” , um leyfi til að byggja lendingaraðstöðu
(fyrir aðkomu báta) í fjörunni við skýlið.  Þá átti eftir að fá leyfi Ísafjarðarbæjar.

2018    25.júlí varð strandveiðibáturinn Sóli GK-36 alelda um 8 sjómílur norður af Kögri. Einn var um borð og sakaði ekki, en báturinn gjöreyðilagðist og flakið sökk.

2018: 9.júlí kom þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN í Fljót og sótti “heimamann” sem hafði handleggsbrotnað. Of hvasst var fyrir venjulegar flugvélar. 

10. júní birti Umhverfisstofnun drög að “Stjórnunar- og verndaráætlun um friðlandið á Hornströndum” , og var gefinn frestur til 17.júlí til að skila athugasemdum. 

31. maí  var bátur sem varð vélarvana fyrir utan Horn, dreginn inn á Fljótavík, þar sem varðskipið Týr kom til aðstoðar.

10.maí boðaði forstjóri Umhverfisstofnunar, hertar reglur um leiðangursskip og þá um landtöku í friðlandinu. Þó kom fram að langan tíma gæti tekið að koma þessum reglum í gegn um formleg vinnuferlin stofnunarinnar. 

Um vorið  voru vinnuferðir að Atlastöðum. Skipt var um járn á þaki.

2016    Í lok maí færðu tveir menn (Ásmundur og Edward) til grjót í farvegi Bæjarár til að beina streymi betur í gamla farveginn fyrir neðan gilið, en telja að gera þurfi betur þegar minnkar í ánni.

2015   Í janúar fór fimm manna vinnuflokkur frá Ísafirði í botn Hesteyrarfjarðar og í Fljótavík og að Látrum, til að gera við það sem hægt var á þeim 54 tímum sem liðu frá því að lagt var af stað fá Ísafirði uns komið var til Bolungarvíkur.

Í maí var komið með mikið af byggingarefni, aðallega vegna Bárubæjar. Um sumarið var unnið mikið við Bárubæ og að mestu gengið frá húsinu að utan, þanig að það er orðið hið glæsilegasta.

Vegna snjóþyngsla og kulda ,eða bara almennrar ótíðar um vorið komust bústaðir seint í byggð, og voru Atlastaðir sem dæmi, óvenju lítið bókaðir. Sumarið einkenndist af mikilli vætu og kulda, og undir lok ágúst komu dagar þar sem regnmælingar frá Atlatungu slógu fyrri met, dag eftir dag, enda fór svo að vitað er um nokkrar skriður frá þeim tíma, og meira að segja í gilinu þar sem Bæjará rennur rétt fyrir ofan Brekku. Sú “skriða” eða jarðfall olli skemmdum á vatnslögnum til sumarbústaða og grjót hefur borist niður ána og haft áhrif á farveg hennar.

2014     3.febrúar sagði bb.is frá því að danshljómsveitin “BG flokkurinn” ætlaði að halda tónleika og dansleik síðar á árinu (sjá fréttina hér) .  Þessi frétt tengist heldur betur Fljótavík þar sem Baldur og Karl Geirmundssynir, meðlimir í hljómsveitinni, áttu heima þar frá 1938 til 1945 þegar þeir voru að vaxa úr grasi. Tvennir tónleikar og dansleikur fóru svo fram í lok maí – og var gerður góður rómur að hvoru tveggja.

15.febrúar var Þorrablót Sléttuhreppinga haldið í Hnífsdal,

  1. apríl var flogið á TF-VIK yfir Fljótavík og aðstæður skoðaðar. Myndir úr fluginu eru birtar annars staðar, en þar sjást mikil snjóalög – langt umfram meðallag og sérstaklega árstíma þegar dagatalið segir að komið sé sumar.

13.apríl varð bátur með 2 innanborðs vélarvana á Fljótavík. Um tíma leit út fyrir að hann færi upp í fjöru við Straumnes, en svo tókst að koma vélinni í gang og hjálp var afturkölluð. Þar með breyttist fréttin í “ekkifrétt”, en um þetta fjölluðu m.a. fréttamiðlarnir:   “mbl.is”  ,   “ruv.is” ,

Í byrjun júní var flogið með landvörð yfir Hornstrandir. Fyrst með þyrlu Landhelgisgæslunnar og svo með TF-VIK.  Fréttir staðfestu – að óvenju mikill snjór var á svæðinu öllu.

Töluverðar framkvæmdir voru við sumarbústaði á árinu. Bárubær, sem aðeins var kominn með undirstöður um vorið var reistur og honum lokað, þannig að hann virðist langt kominn svona álengdar. Á Brekku voru settir niður undirstöðustaurar undir geymsluskúr, og á Lækjabrekku var haldið áfram að hólfa húsið niður í herbergi og klæða veggi.

Um haustið voru miklar umhleypingar og mörg stórviðri. Á annan í jólum flaug TF-VIK um mestallan Sléttuhrepp og kom þá með meiru í ljós að miklar skemmdir höfðu orðið á Bárubæ, og minni skemmdir á fleiri sumarhúsum.

2013     27.september. BB.is birti skemmtilega frétt þar sem nefndur er fjöldi manna sem tengist Fljótavík á einhvern hátt. Fréttin sést hér.

23.ágúst : Á nokkurra daga tímabili undir lok ágúst, birtu fjölmiðlar fréttir og myndir af stórum borgarísjaka sem slæddist inn á Fljótavík. Ritsjóri var sjálfur í vikinni undir lok mánaðarins og sá jakann þar sem hann strandaði undir Hvestu svona miðja leið frá Hvestutá og  botni víkurinnar.  mbl.is

17.ágúst; DV.is  birti DV frétt um seigluna í Fljótvíkingum því Judith Júlíusdóttir, Gerimundssonar frá Atlastöðum, var að leggja gangstéttarhellur heima hjá sér….. 92 ára gömul. Fréttin sést hér.

11.febrúar: bb.is birti frétt með viðtali við Hörð Ingólfsson formann Veiðifélags Fljótavíkur. Umræðuefnið var dómur Héraðsdóms Vestfjarða frá haustinu 2012 þar sem menn voru dæmdir í fjársektir vegna veiðiþjófnaðar í Reyðá. Fréttin sést hér. Þá finnst ritsjóra ekki úr vegi að benda sérstaklega á textann undir myndinni, þar sem bent er á að það þyki ljóst að daman á myndinni hafi fengið leyfi fyrir sinni veiði…….. þar sem þetta er einkadóttir ritsjórans, Herborg Nanna Ásgeirsdóttir.

2012     20.desember fjallar bb.is um jólablað Bæjarins Besta og þar er nefnt viðtal við Jónínu Höngadóttur.

27.september sagði bb.is frá því að á “Sólkveðjuhátíð”  Ísfirðingafélagsins í Reykjavík myndi Kristján G Jóhannsson kynna bók sína um lífshlaup föðurs síns, Jóhans Júlíussonar, Geirmundssonar frá Atlastöðum í Fljótavík.

17.ágúst birti bb.is frétt og mynd Ásmundar Guðnasonar sem sýnir hvalshræ (árgerð 2012 !) í fjörunni undir Straumnesi. Blaðið var reyndar búið að segja frá þessum hval nokkrum dögum fyrr en þá hafði ekki náðst mynd.

29.júlí: Þyrla kom til Fljótavíkur til að sækja slasaðan ferðamann. Sama dag fauk flugvélin TF-SUE á Ísafjarðarflugvelli fyrir flugtak á leið til Fljótavíkur. Ekki urðu slys á þeim sem voru um borð.

13.júlí  sagði bb.is frá ferðum hvalsins sem rak dauðan upp í óskjafinn síðasta sumar (árgerð 2011 !) . Blaðið ræðir við Sigríði Jósefsdóttur og sýnir mynd frá Margréti Katrínu Guðnadóttur og eins frá Jósef Vernharðssyni. Með fréttinni er mynd sem hægt er að klikka á til að sjá hana stærri. Þar sést hvar merkt er hvar hvalurinn var árið 2011 og svo hvar hann var í júlí 2012.

20.-21. júní: Guðni Páll Viktorsson sem reri umhverfis Ísland á Kajak var í Fljótavík

2011     11.ágúst: bb.is birtir umfjöllun um hvalreka og segir frá því að ekki sé talinn hætta frá hræinu. Mynd sem fylgir greininni er tekin af Erni Ingólfssyni.

8.ágúst fjallaði Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar um skýrslu umhverfisfulltrúa vegna hvalreka í Fljótavík, samanber 10 lið fundargerðar.

2008     Veiðifélag Fljótavíkur var formlega stofnað 29.apríl.

19.júní leitaði Landhelgisgæslan að ísbirni um allt friðlandið án þess að finna vott um björn. Sjá 1   og   sjá 2.

7.júlí birti Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsingu um tillögu að deiliskipulagi fyrir jörðina Geirmundarstaði í Fljótavík.

Þetta vor var hið snjóþyngsta í mörg ár.

Hljómplata Sigurrósar inniheldur  lag með nafninu Straumnes og annað með nafninu Fljótavík.

2007     Í ágústbyrjun birti Hörður Ingólfsson grein um lendingastað fyrir flugélar í landi Atlastaða.  Í október var málið í meðferð hjá Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

Fréttablaðið birti frétt um flugsamgöngur í Fljótavík

Bára Vernharðsdóttir hefur sótt um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð Geirmundarstaða.

Sigrún Vernharðsdóttir hefur sótt um byggingarleyfi  fyrir 65 m² sumarhús á lóð Geirmundarstaða.

Magnús Geir Helgason hefur sótt um leyfi til að endurbyggja hús yfir kjallara sem stendur eftir af húsi Júlíusar Geirmundssonar.

Sölvey Jósefsdóttir lést 17.desember.

2006     18.júlí skýrði bb.is frá peningagjöf Júlíusar Högnasonar til minningar um móður hans og frænda, frá Atlastöðum.

4.júlí sagði bb.is frá hugsanlegum endurbótum að björgunarskýlinu.

  1. júní hlekktist flugvél á við lendingu.

Vinnuferð að Atlastöðum um Hvítasunnu (gólflistar, ofn í sólstofu o.fl).

2.júlí: 100 ár frá því að Atlastaðalandið kom í eigu núverandi eiganda.

Sýning Judithar Júlíusdóttur í Gerðubergi.

Um miðjan maí drap tófa aðra í Fljótavík.

Drápslækur rennur nú í átt að Atlastöðum þegar hann kemur fram á sandinn. Þetta lengir ós-flugbrautina umtalsvert.

2005     15.mars var lénið http://www.fljotavik.is samþykkt og sá dagur telst því vera stofndagur fyrir þessa heimasíðu. Ingólfur Gauti Arnarsson er eigandi lénsins.

Ættarmót afkomenda Maríu Friðriksdóttur og Vernharðs Jósepssonar haldið í Reykjarnesi við Ísafjarðardjúp.

15.júlí: TF-IOO hlekkist á í Flutgaki í Fljótavík með fjórum um borð – engan sakaði en vél mikið skemmd.

Látinn:14.júni Helgi Geirmundsson.

15.júlí var minnismerki um skipalestina QP-13 afhjúpað á Ísafirði – sjá árið 1942.

Látinn 9. júlí á Ísafirði: Jóhann Júlíusson frá Atlastöðum.

Í október var VHF endurvarpa komið fyrir á Fannalágarfjalli.Frétt1 á bb.isFrétt2 á bb.is

2004     Edward Finnsson reisir sumarbústað á Tunguhólnum. Mest af efni flutt með Twin-Otter flugvélun.

Heitur pottur í Atlatungu að mestu hitaður með rafmagni.

Norðausturgafl á Brekku endurnýjaður.

Miklar breytingar á Atlastöðum – gólf í svefnálmum tekið niður í sömu hæð og stofugólf – undirstöður endurnýjaðar þar, vatnslagnir endurnýjaðar, og öllu síðan skipt upp í mörg hólf – tvö salerni.

Látinn 2.febrúar: Finnbogi Rútur Jósepsson frá Atlastöðum.(bb.is)(timarit.is lengi að hlaðast niður)

30.júní birtir bb.is viðtal við Þórð Júlíusson

Beinagrind af sel—og furðufiskur……..!

Í október birti Náttúrustofa Vestfjarða niðurstöður úr rannsókn á vatnakerfi vatnsins í Fljótavík.

Brúðkaup í Fljótavík.Frétt á BB.isFurðufiskur..bb.isVatnakerfiBrúðkaup

2003    Í febrúar dvöldu 2 aðilar nokkrar nætur í Atlatungu.

Í maí sagði bb.is frá því að fyrir dyrum stæði miklar endurbætur á Atlastöðum. Hér má sjá eitthvað af myndum frá endurbótunum.

1.ágúst kveiknaði í sumarhúsinu Atlastöðum, auk þess sem maður brenndist við varðeld.

Sagt frá fundi á rostungstönn.

26.júní féll kona í stiga og slasaðist. Var hún flutt með báti til Ísafjarðar

Bruni á BB.isRost1 á bb.isRost2 á bb.isVetrardvöl bb.isKona slasast bb.is

2000     8.október skemmdist TF-POL þegar hægt var á eftir lendingu í fjörunni “niðri við sjó” Flytja þurfti vélina með skipi til Ísafjarðar

1997     Látin 15.desember: Guðný Ingibjörg Jósepsdóttir frá Atlastöðum (Minningargrein frá Mbl.is)

1996     Látin..: Þórunn María Friðriksdóttir 18.nóvember. (Minningargrein í Morgunblaðinu.)
Látinn: Geirmundur Júlíus Júlíusson 17.Október.(Minningragreinar í Morgunblaðinu.  Athugið að undir þeirri grein sem kemur upp myndast lágréttur gluggi sem nota má til að fara á milli annarra minningargreina sem birtar voru sama dag)

1995     Látinn: Snorri Júlíusson frá Atlastöðum (Minning 1 og Minning 2 úr Morgunblaðinu)

1993     19.apríl sótti Herborg Vernharðsdóttir um leyfi Skipulags Ríkisins um að byggja Atlatungu.Fyrst var gist í þessum bústað um Verslunarmannahelgi þetta ár. Í tengslum við leyfisumsóknir var gerður listi yfir 34 mannvirki sem vitað er um í víkinni á árunum 1930-1946

1992     Látin 6.febrúar: Pálína Ásta Jósepsdóttir. (Minningargrein 1)

  1. Febrúar segir DV í viðtali við Jón Gunnarsson frá því þegar ísbjörn var unninn í Fljótavík, í maí 1974.

15.mars komu 8 skíðagöngumenn um Háuheiði frá Hesteyri í víkina. Einn þeirra, Oddur Pétursson Ísaf.skrifar í gestabók í skýli (5,82).

5.júlí fór hjól undan TF-POL í flugtaki Í Fljótavík. Vélinni flogið til Reykjavíkur þar sem lending tókst með ólíkindum vel.

1991     Látin 3.nóv.: Brynhildur Snædal Jósefsdóttir

1984     Látinn 13.nóv.: Jósep Gunnar Jósepsson frá Atlastöðum

1983     Geirmundur Júlíusson gefur út afsal vegna sölu Gerimundarstaða til Vernharðs Jósepssonar árið 1945

1982     Jósef Vernharðsson og fjölskylda byggja sumarhúsið Brekku.Þórunn Vernharðsdóttir og fjölskylda byggja sumarhúsið Skjaldarbreiðu.

Látinn: Hermann Vernharð Jósepsson 9.maí (Minning úr Tímanum,

1980     Í grein Fríðu Proppé í Morgunblaðinu frá 1. júní er talað við Jósef Vernharðsson í “skýlaferð”. Þarna er komið inn á ísbjörninnn, Signahlein, Dick Phillips og fleira. Þá kom önnur grein um miðjan ágúst sem segir frá því þegar vaðið var yfir ósinn frá Atlastöðum til Tungu og svo gengið upp á Kjöl og áfram. Þarna eru líka nokkrar myndir frá þeirri ferð.

1975     Hornstrandir friðlýstar

Augl um friðlandið

1974     Í maí var ísbjörn veginn við skýli Slysavarnarfélagsins í Fljótavík (Sjá líka hér). Þá birtist viðtal við Helga Geirmundsson í Vísi.

Eftir þennan atburð fór í gang umræða í útvarpi og greinarskrif um það að íslendingar ættu að fanga ísbirni og alls ekki drepa þá. Jafnvel var íjað að því að óþarft hefði verið að drepa þennan björn, samanber síðustu greinarskil greinarinnar.

1973    Finnbogi Rútur Jósefsson sextugur.

              6.júní birti Morgunblaðið frétt um að Lögbirtingarblaðið hefði birt tilkynningu um Hornstrandarfriðland. Þar er tekið fram að þetta sé gert til að gera landeigendum kleyft að gera bótakröfur.

1969     Fyrrum ábúendur Atlastaða og niðjar taka sig saman og reisa sumarbústaðinn Atlastaði.

16.júní er traktor settur í land, og mun það hafa verið í fyrsta sinn sem slíkt tæki kom í víkina. (5,18) .

27.júní var komið með Willis jeppa. Hann var fluttur í land á pramma sem gerður var ofan á oíutunnum(5,19)

1965   Í febrúar var hafís landfastur við Straumnes og mikið af ís á Fljótavík. Nokkrir fjölmiðlar sögðu frá þessu.

             Um miðjan október var talstöð og loftneti komið fyrir í skýli SVFÍ.

1964 Undir lok júlí hlekktist flugvélinni TF-KAN á í flugtaki. Enginn slasaðist og flaug vélin til Ísafjarðar að bráðabirgðaviðgerð lokinni.

1962     Látinn:  Júlíus Geirmundsson, 6.júní.

Skiptaráðandi á Ísafirði gefur út bréf sem sýnir erfingja og eigendur á hlut Júlíusar Geirmundssonar í jörðinni Atlastöðum

1960     Rekstri ratsjárstöðvar á Straumnesfjalli hætt og byrjað að rífa mannvirki (2,HS) .

1959     Efni í skýli SVFÍ í Fljótavík var flutt þangað með v/s Óðni laugardaginn 11. júlí 1959 og var allt komið í land kl 23. Unnið var að byggingunni alla nóttina og á sunnudeginum uns því var að mestu lokið um kvöldið eftir eftir stanslausa vinnu. Veður var,hægviðri, ládauður sjór og glampandi sólskin.

1958     Geirmundur Júlíusson stofnar Trésmiðjuna í Hnífsdal

1955     Látinn 25.október: Jósep Hermannsson fyrrum bóndi á Atlastöðum

1953     Framkvæmdir vegna ratsjárstöðvar á Straumnesi hefjast á Látrum (2,HS)

1952     Hornstrandir teljast vera mannlausar – allir fluttir brott.

1951     Látin: Guðrún Jónsdóttir 24.mars

1949     M.s Gunnvör SI 81 strandaði í Fljótavík 21. jan. Áhöfninni, sjö mönnum, var bjargað um borð í togarann Egil Skallagrímsson. Gunnvörin var á leið til Siglufjarðar eftir að hafa verið á vetrarsíld syðra. Jóhann og Þórður keyptu flakið á strandstað (6,0). Bent skal á sérstaka umfjöllum Krisjáns Jóhannssonar um þetta hér á síðunni, en um þetta var líka fjallað í blöðum og tímaritum. Sjómannablaðið Víkingur.

Athyglisvert viðtal var við Daníel Sigumdsson  vegna Gunnvarar í Morgunblaðinu árið 1979.

1946     Um haustið var gerður leiðangur til að smala sauðfé í síðasta sinn.

Í október segir Morgunblaðið frá því að SVFÍ hafi fengið heimild hjá eigendum Atlastaða til að hafa þar neyðarforða til afnota fyrir skipbrotsmenn.

16.júní fluttu allir úr Fljótavík, alls 22 íbúar, og lagðist hún þá í eyði. Fjöldinn er á reiki – önnur heimild segir 26 hafa flutt (3).

Tímalína    –    Fljót fer í eyði

1945     31.mars selur Geirmundur Júlíusson Geirmundarstaði til Vernharðs Jósepssonar – nafni bæjarins breytt í Skjaldabreiða, þegar fjölskylda Vernharðs flytur þangað frá Tungu í Fljótavík. Þar með fór Tunga í eyði.

Fædd 22.ágúst á Ísafirði: Steinunn Selma Vernharðsdóttir.

1943     Fæddur: Jósef Hermann Vernharðsson 24.mars í Tungu.

(Útvarp kom í Fljótavík, um leið og rafmagn kom (7,X)

1942     Í Vesturlandi sem kom út 7.mars er sagt frá samþykktum sem gerðar voru á héraðsfundi Norður-Ísfirðinga. Undir lið 7 er beðið um fjárveitingu til að leggja símalínu á milli Aðalvíkur og Fljótavíkur. 

5.júlí lendir skipalestin QP-13 í tundurduflabelti út af Straumnesi og liðlega 200 menn farast.

1941     Í enduðum janúar varð að flytja konu úr Fljótavík til læknis á Ísafirði, með því að fara með hana yfir að Hesteyri. (Ferð með sjúkling eftir Kjartan T Ólafssonar).

10.mars heimilar menntamálaráðuneyti Geirmundi Júlíussyni að nefna jörð sína Geirmundarstaði.

Vesturland er með stutta frétt, (neðst í hægra horni) um aflabrög og útgerð í Fljótavík þar sem fram kemur að fjórir bátar hafi verið gerðir út frá Fljótavík og allir veitt vel.
 

Látinn 19.febrúar: Jón Ólafur Júlíusson (drukknaði af einni “Dísinni” frá Ísafirði).

Morgunblaðið segir frá því 27.febrúar að tundurdufl hafi nýlega rekið í Fljótavík

7.september birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins, sem skrifuð er af “Böðvari frá Hnífsdal” þar sem greinarhöfundur lýsir viðkynnum við Júlíus Geirmundsson og fleiru.

1940     Fædd: Sigrún Vernharðsdóttir 29.júní í Tungu.

1939     13.mars fæðist Karl Geirmundsson að Atlastöðum.

27.júní brann nýlegt bæjarhús Ólafs Friðbjarnarsonar í Tungu (jörðin var tvíbýli). Húsið var brunatryggt fyrir 2300 krónur og innbú fyrir 2700 krónur (4).

1938     Samkvæmt þinglýsingarvottorði var gerður Leigusamningur um veiðiréttindi milli Atlastaða og Tryggva Jóakimssonar. Leigutakinn birti auglýsingu í Vesturlandi þar sem öll veiði var bönnuð (sjá neðst í þriðja dálki)

1937     Leigusamningur Betúels Betúelssonar og Ólafs Friðbjarnarsonar vegna Tungu gilti frá fardögum og í 5 ár eða til jafnlengdar 1942

11.október leigir Geirmundur Júlíusson vellýstu landsvæði (Geirmundarstaðir) af Jósepi Hermanssyni og Finnboga Jósepssyni. Feðgarnir áttu þetta svæði til helminga á móti Júlíusi Geirmundssyni, sem gaf syni sínum samsvarandi og aðliggjandi land.

1935     Vernharð Jósepsson og fjölskylda flytja innan Fljótavíkur, frá Atlastöðum í Tungu.

14.desember brann nýlegt bæjarhús hjá Jósep Hermannssyni bónda. Húsið var úr timbri og brann til kaldra kola. Naumlega tókst að verja fjós og bæjarhús Júlíusar Geirmundssonar. Hjá Jósep brunnu allir innanstokksmunir og tókst ekki einu sinni að bjarga rúmfatnaði. Var alt ótryggt nema húsið sem var tryggt fyrir 2900 krónur. (4,??).  Líklegt er að meðal þess sem brann, hafi verið skjöl eins og afsal fyrir jörðinni (sbr. afrit gert 1936) og skjal um verndun skálatóftar Vébjarnar sygnakappa. 

1934     Látinn 1.júní á Atlastöðum: Ragnar Bjarni Vernharðsson
Fædd : Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir 2.sept. að Atlastöðum

Afsalsbréf Jóseps Hermanssonar vegna sölu fjórðungshlutar úr landi Atlastaða til Finnboga Jósepssonar, dagsett 8.desember, en með gildistöku frá síðustu fardögum.

Bréf Vernharðs Jósepssonar um slægju í Tungu.

1932     Fædd : Herborg Vernharðsdóttir 29. janúar að Atlastöðum.

1931     Fædd : Þórunn Friðrika Vernharðsdóttir 25.janúar að Atlastöðum.

Grétar Sívertsen fæddur í Atlastöðum 25. október sonur Pálínu Ástu Jósefsdóttur. 

1929     Um vorið flytja Vernharður Jósepsson, María Friðriksdóttir, Helga Hansdóttir og Bjarni Ragnar Vernharðsson að Atlastöðum frá Neðri-Miðvík í Aðalvík.

Fædd Margrét Vernharðsdóttir 18.ágúst og látin 21.október.

Brúðkaup Maríu Friðriksdóttur og Vernharð Jósefssonar 27.nóv.

Ákvæði um verndun fornmenja í skálatóft Vébjarnar Sygnakappa (1,142), á hóli í túninu, dagsett 15.apríl

1928     Þrír ungir menn frá Atlastöðum, fóru á skíðum til Rekavíkur bak Höfn til að sækja bát sem þeir reru til baka.
Fæddur 8.ágúst: Bjarni Ragnar Vernharðsson í Efri-Miðvík í Aðalvík

1927     Seint á Góu er talið að síðustu hreppaflutningar á Íslandi hafi átt sér stað þegar Hans E Bjarnason, eiginkona hans Jónína Jónsdóttir, og börn þeirra, Guðrún á þriðja ári og Jón á fyrsta ári, ásamt foreldrum Hans, voru flutt frá Tungu til Grunnavíkur, (1,138)

1926     Hans E Bjarnason og fjölskylda flytur frá Ísafirð til Tungu að læknisráði (1,138) Talið var að fjölskyldann bæri með sér taugaveiki

1925     Látin : Margrét Katrín Guðnadóttir 12.apríl.

Fædd: Helga Hansdóttir 4.september á Látrum.

Fæddur á Atlastöðum 12.apríl og látinn þar 16.apríl: Guðmundur Þórarinn Jósepsson.

1924     Fæddur á Atlastöðum 7. Apríl og látinn þar 20.ágúst: Karl Lúðvík Jóhann Jósepsson.

4.október að talið er, fórst vélbáturinn Rask, með 14 mönnum út af Kögri eða Fljótavík. Í Fljótavík urðu menn varir við rekald og síðar skipsflak er talið var að væri af þessum bát (4).

1921     Vitinn á Straumnestá var byggður(2,HS)

1920    Talið að Glúmstaðir hafi farið í eyði – og ekki verið búið þar síðan (3)

1918     Fædd á Atlastöðum 5.júlí: Sölvey Friðrika Jósepsdóttir.

Fæddur á Atlastöðum 4.ágúst: Þórður Ingólfur Júlíusson.

1916     Fæddur á Atlastöðum: Snorri Júlíusson, 30.ágúst.

1915     Fædd: Aníta Friðriksdóttir á Ystabæ á Látrum í Aðalvík.

1914     Fædd á Atlastöðum, 4.september :Guðný Ingibjörg Jósepsdóttir

1913     Fæddur á Atlastöðum 13.apríl: Finnbogi Rútur Jósepsson

1912     Fæddur á Atlastöðum 26.mars.: Jóhann Júlíusson

Fæddur á Atlastöðum 2.nóv.: Jón Ólafur Júlíusson

1911    Samkvæmt blaðaviðtali við Híram Jónsson bónda á Glúmsstöðum  var veðurfar gott þennan vetur og jörð alauð 1.apríl eins og í tólftu viku sumars.

1910     Mótorbátur sökk í víkinni. Fædd 8.nóvember á Atlastöðum: Pálína Ásta Jósepsdóttir

1909     Fæddur 9.maí á Atlastöðum: Jósep Gunnar Jósepsson

1908     Fæddur: Geirmundur Júlíus Júlíusson 4.mars, að Atlastöðum

1906     Fæddur : Hermann Vernharð Jósefsson 12.ágúst á Atlastöðum;

Sigurður Pálsson á Hesteyri selur Júlíusi Geirmundssyni og Jósepi Hermannssyni jörðina Atlastaði. Skjalið er dagsett 2.júlí og bar kaupendum að bera allar skyldur af jörðinni frá fardögum það ár. Í skjalinu er sagt að kaupendur búi nú þegar á Atlastöðum. Afsalsbréf.

Jósep Hermannsson og Margrét Katrín Guðnadóttir gift 30.október

Tímalína  – Júlíus og Jósep eignast Atlastaðaland 

1905     Fædd : Þórunn María Friðriksdóttir í Efri Miðvík í Aðaðalvík

1902     Fædd : Brynhildur Snædal Jósefsdóttir, 3.sept.,á Látrum

1900     Fædd: Þórun Pálína B. Guðjónsdóttir, 5.nóvember , í Tungu

1899     Yfirlýsing um landamerki Atlastaða

1893     Fædd : Hallfríður Guðnadóttir, 15.maí í Tungu

1887     Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens segir efnaðasta bónda í Fljóti – að nafni Betúel Jónsson – búa í Tungu (1, 137)

1885     Fædd : Margrét Katrín Guðnadóttir 14.apríl, á Atlastöðum

1884     Fæddur: Júlíus Geirmundsson 26.maí.

Fædd ..: Guðrún Jónsdóttir, 18.júní.

1862     Látin 4.ágúst: Soffía Kristjánsdóttir á Atlastöðum, 2 daga (11)

1861     Látinn 15.apríl: Ólafur Kjartansson á Atlastöðum, 9 daga gamall (11).

Látin 10.júní.. : Silfá Jósefsdóttir í Tungu, einnar viku gömul (11).

1859     Látinn : Ólafur Kjartansson á Atlastöðum, 12 vikna gamall(11).

1858     Guðmundur Björnsson og Rannveig Jóhannesdóttir bjuggu að Glúmstöðum til 1887, og áttu fjölda barna.(1,141).

Látin 17.febrúar: Silfá Jósefsdóttir úr Tungu, 9 daga gömul(11).

Látin 4.sept. : Guðrún Guðmundsdóttir á Atlastöðum, 28 vikna gömul (11)

1855     Látinn 12.ágúst: Andrés Guðmundsson frá Atlastöðum, 22 ára, úr landfarsótt(11).

Látinn 13.nóv. : Ólafur Jónsson bóndi á Atlastöðum, 63 ára(11).

1852     Látinn 24.sept.: Jóhannes Hafliðason barn frá Atlastöðum (11)

1850     Látinn 8.febr..: Einar Kristjánsson, Tungu, 2 ára (11).

Látin 17.febr..: Guðríður Kristjánsd., Tungu, 6 ára (11), úr andateppu

Látinn 3.mars : Hjálmar Kristjánsson, Tungu, 4 ára (11).

1848     Látin 16.sept.: Helga Þorsteinsdóttir, barn á Atlastöðum (11)

1847     Lýsing séra Jóns Eyjólfssonar á aðstæðum í Fljóti (1,137)

1846     Látinn 17.október: Oddur Jónsson frá Atlastöðum, 63 ára (11)

1782   Danakonungur veitti mörgum mönnum fjóra ríkisdali hverjum í verðlaun fyrir hvalveiðar. Meðal þeirra var Tómas Jónsson bóndi í Tungu.  (Hornstrendingabók, Land og Líf, bls. 101)

1710     Jörðin Atlastaðir í Fljótum var metin á 6 hundruð, sem þýðir að hún gat borið 6 kýr eða ígildi þess. Jörðin hafði verið í eyði í 3 ár frá 1707. Eigandi var konungur og var jörðin talin með jörðum hans í Aðalvík. Landskuld (leiga) var metin 40 álnir og var greidd í fiski. Áður hafði hún verið 60 álnir (7,300)

1550     Í Fljóti voru 3 bújarðir fyrr á tímum, allar konungseign frá um 1550 fram á 19.öld (1,136)

   
Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA