1976-06: Ferðamenn á kajökum……

Kajak_02
Það er athyglisvert að sjá – sést betur á öðrum myndum – hvernig sandur er í allri fjörunni. Sumarið 2015 var stórgrýti á þessu svæði.

Uppfært 18.feb. 2018

Árið 1976 komu þrenn pör á sex kajökum að landi í Fljótavík. Enginn átti von á þeim, og  “heimamenn” á göngu niðri í fjöru, urðu ekki varir við neitt fyrr en hópurinn var kominn á þurrt.

Fólkið lagði upp frá frá Bolungarvík og reri yfir Djúp, kom víða að landi, og tók margar myndir á norðurleið, áður en komið var til Fljótavíkur – og einnig þar.

Þau höfðu áætlað um að enda í Hornvík, en reyndin varð að þau áðu í Fljóti og sneru svo við. Vitað er að þau urðu að bíða af sér veður í Rekavík bak Látur og sennilega hefur það raskað áætlun þeirra. Þau fóru þó upp í Breiðuskörð og kíktu yfir í Hælavík.

Árið 2015 kom fram myndband þar sem myndir þessa hóps eru settar inn við “undirleik” lagsins “Fljótavík” með Sigur Rós. Sá sem setur þetta inn gerir það undir heitinu Leirufjörður, en meira veit ég ekki að svo stöddu um tilurðina. Þrátt fyrir það nafn sem höfundurinn velur sér, er líklegast að hann sé ekki íslenskur. Ég er búinn að reyna að hafa samband við hann með því að skrifa neðanmáls undir myndbandinu, en enn sem komið er hef ég ekki fregnað neitt.

Þetta myndband verða allir að skoða nokkrum sinnum, en það sem snýr beint að Fljóti, byrjar við tímann 2:30. Njótið.

Svo vill til að  til eru myndir frá hinni hliðinni, í þeirri meiningu að María Ingólfsdóttir var með litla Kodak Instamatic myndavél og tók 7 myndir – sem nú birtast hér. Þær sjáið þið með því að velja myndina hér fyrir neðan – en ekki gleyma að horfa líka (oft) á myndbandið.

➡   Leiðbeiningar um skoðun 

 

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA