Fólk

Uppfært 07.jan 2019

Það fennir í sporin

Það fennir í spor eftir gengið fólk – líka þeirra sem lifðu og hrærðust í Fljóti þegar víkin var í byggð. En Tunguhornið er þarna enn. Kanski er fjallið gróðursælla og kanski hafa steinar og skriður fallið – en stórt séð eins og t.d. 1906 eða bara frá landnámi.

Þegar tekið var upp á því að leita upplýsinga um ábúendur, varð ljóst að oft voru þær upplýsingar sem sýndar eru á listunum, aðeins brot af því sem má finna. Í einhverjum tilfellum þurfti að velja og hafna.

Fólk

Því kemur sú hugsun, að búa til flipann – Fólk –  á forsíðu heimasíðunnar og safna smám saman því sem finnanlegt er á síðum með mannanöfnum.  Svona síður verða kanski ekki sérstaklega spennandi útlitslega séð, en eru liður í því að standa við upphaflaga hugsun við gerð síðunnar:

…….Það er mikilvægara að safna upplýsingum um liðna tíð en að hugsa svo mikið um útlit síðunnar….. (eða myndir af fjöllum…..) 

… því þegar allt kemur til alls, er til fullt af myndum af Tunguhorninu.

Ég valdi Júlíus Geirmundsson til að sýna hvernig svona síður gætu orðið. Til viðbótar við það sem finnst smám saman og verður tengt nafni viðkomandi, væri afar gaman að þið sem tengist þessum nöfnum mest, mynduð skrifa eitthvað sem mætti setja inn á þessa síðu.

Hjálp

Eins og með allt sem tengist heimasíðunni bið ég um hjálp við að safna upplýsingum – ábendingum – villuleit – hugmyndum… o.s.frv.. Ef þið finnið eitthvað sem þið teljið eiga heima hér – er einfaldast að setja blokk á þá slóð í vafranum – velja Ctrl-C  og fara svon inn í póstforrit og velja þar Ctrl-V og senda á  ritstjóra 

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA