
Uppfært 24. mars 2021
Júlíus Geirmundsson var fæddur í Stakkadal í Aðalvík 26.maí 1884 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Geirmundi Guðmundssyni og Sigurlínu Friðriksdóttur. Árið 1906 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur og sama ár keyptu þau hálfa jörðina Atlastaði í Fljótavík og hófu búskap og bjuggu þar fram að 16.júní 1946.
1941: 3.desember kváðu þeir Júlíus Geirmundsson og Jón Lárusson úr Númarímum og Göngu-Hrólfsrímum, samkvæmt Útvarpstíðindum, neðst til hægri. Þetta var tekið upp í Ríkisútvarpinu. (Sjá einnig árið 2014 hér að neðan)
1944: 20.maí, efst í vinstra horni er grein um Júlíus sextugan.
1951: Vesturland birti minningagrein um Guðrúnu Jónsdóttur sem lést 24.mars, á ísafirði.
1954: 11.júní birtir Vesturland afmæliskveðju þegar Júlíus varð sjötugur (um miðja síðu).
1958: 16.ágúst Hallfreður Arnarsson hljóðritar fjölda af rímum sem Július fór með. Þessar rímur munu vonandi einhvern tíma verða aðgengilegar á síðunni www.ismus.is, en enn sem komið er er ekkert á bak við skráðan lista. Ef þið veljið þennan hlekk, opnast síða með með nafni Júlíusar. Veljið (Hljóðrit 18) þarna efst og þá opnast listi með nöfnum rímnanna – en sem sagt – hljóðupptökurnar eru enn ekki komnar þarna inn . Samkvæmt upplýsingum sem standa að baki skráningar á þessum upptökum, voru þær gerðar á Ísafirði. Takið sérstaklega eftir fróðlegum skrifum Júlíusar Högnasonar efst á síðunni.
1962: 15.maí Nokkur minningarorð um Júlíus Geirmundsson (efst til vinstri) í “Vesturlandi. Sama dag birti Morgunblaðið minningargrein. Eitthvað hafa setjarar blaðsins verið að flýta sér því í yfirskrift er Júlíus sagður Guðmundsson en síðan er hann réttnefndur í greininni. “Ísfirðingur” birti einnig minningargrein og sama gildir um Tímann.
Börn Júlíusar og Guðrúnar gáfu fé til Slysavarnarfélagsins á Ísafirði, til minningar um foreldra sína. Fénu skyldi verja til að fullgera skýli félagsins í Fljótavík.
1971: Í málsgagni Framsóknarflokksins á Vestfjörðum – Ísfirðingi – komst Sverrir Hermannsson svo að orði fyrir Alþingiskosningar : Sagt er að síðasti ábúandinn í Fljótavík, sá merki maður Júlíus Geirmundsson, hafi gjarnan sagt þegar hann mætti manni á götu – sem var dapur og bar sig illa: “Hvað er að vinur? Átt þú ekki matarbita í búri og klæði á skrokkinn?” Kynslóð Júlíusar Geirmyndssonar gerði ekki meiri kröfur til lífsins………
1980: Ártal er ágiskun. Snorri Grímsson segir í göngulýsingu um Fljótavík frá því þegar Júlíus lét slá Grafarhólinn. Lesið frá næst neðstu greinarskilum.
2013: 30.des. Gunnar Þórðarson skrifar um afa sinn – og lífið í Fljótavík
2014: Í febrúar keypti Júlíus Högnason afrit af hljóðritunum af rímnasöng og af viðtali (sjá 1941 hér fyrir ofna) við Júlíus Geirmundsson. Þessar upptökur má nú heyra á vefsetrinu Soundcloud með því að velja viðkomandi hlekki. Júlíus Högnason á miklar þakkir skildar fyrir framtakið.
Viðtalið er allt saman í einni lotu, en til að auðvelda það að finna talmál á rímnaupptökunum eru hér tímar til að styðjast við:
Tími 0,0 – 7,20 : Rímur
Tími 7,21 – 12,13 : Viðtal um rímur – hvar hann lærði þær og fleira.
Tími 12,14 – 26,49 : Rímur
Tími 26,52 – 30,49 : Viðtal um rímur
2017: Í mars gaf Kristján G Jóhannsson, sonarsonur Júlíusar og Guðrúnar út bækling um þá báta sem hafa borið nafn Júlíusar, þau 50 ár frá því að sá fyrsti bar það nafn. Þann bækling má lesa hér: HG_JuliusGeirmundsson_baeklingur (1)
2018: 1.júlí birti Gunnar Þórðarson, barnabarn Júlíusar og Guðrúnar, grein á www.bb.is um hvernig kynslóð eftir kynslóð hafa verið í áhöfn þeirra skipa sem borið hafa nafn Júlíusar.
Óbeint: Fjóri bátar hafa borið nafn Júlíusar Geirmundssonar. Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni heldur úti Faceboksíðu um lífið og tilveruna um borð.
Þín ummæli eru vel þegin ….